haldiði að stelpan hafi ekki swingað sér miða á Pharcyde tónleikana í gegnum ástmann vinkonu sinnar???
hell yeah!
its 1995 and now that I told ya......
hlakka mikið til.
það eru 5 dagar í animu árshátíð og líf mitt snýst um lítið annað þessa dagana, reyndar, líf mitt snýst um animu og drauma.
ég hef uppgvötað leynda ástríðu fyrir því að gera myndband....
leikstjóri, producer, klippari, leikari...
u name it and i want to do it!
þessi leyndiheimur kvikmyndanna og silfurtjaldsins sogar mig hægt og rólega til sína.... kannski maður fái sér bara dágóðan yfirdrátt og splæsi í eina kameru og eitt stykki silfurlitað epli og fari svo bara að framleiða...ég og quentin, eða quint eins og ég kalla hann, erum orðin tja..bara frekar náin ef ég á að vera hreinskilin...
ég er að spá í að pitsja hugmynd um svona intimate sambandsmeðferð sem verður byggð upp eins og rauð saga með duldum freudískum merkingum og japanskri blokkflautu undir...að sjálfsögðu verður mikið lagt upp úr búningum og sviðsmynd....
a big hit! i am sure of it!
bíðið bara! að ári muni ísi kynna mig sem stjörnu iiff og quentin mun lofa mig í hástert..
"yeah sigga ya know, sigga is like the nex big thing, she is like fucking amazing, she, she, she, ya know, she just knows, ya know, so lika, go see her fucking movie and like start making sweet love.."
ohhh so close yet so far....
en talandi um drauma...
mig er búið að vera dreyma svo undarlega seinustu vikuna...
föstudagsnóttin verður að teljast hápunkturinn í undarlegum draumum.
ég lagði 4 kapla í tölvunni, hlustaði smá á ljúfa tóna r&b og át saltstengur; your avarge laugardagskvöld NEMA hvað.....
mig dreymdi að ég væri ólétt...bara allt í einu var ég ólétt og að fara eiga. Ég bruna niður á spítala og er hent í rúma með fæturnar upp í loftið í spíkat og hjúkann fer að góla að nú eigi ég að rembast..sem ég og geri..
eitt barn kemur út....svo annað...svo annað....svo annað...
ég horfi sveitt og forviða á lækninn og spurði hversu mörg börn ég ætti eiginlega að fæða!
hann svaraði, nú 10 auðvitað!
ég féll næstum í yfirlið en hélt áfram að rembast og rembast og út skutust börnin, one by one, og ekki bara börn....neinei, sigga stoppar ekki við krakkana, ég gaut 2 kettlingum, og hananú.
Mér var rúllað inn á legudeildina og allur krakkaskarinn með.
Ég var frekar ánægð með þetta afrek mitt og fer nú að nefna krakkana, ofbosðlega var ég glöð að uppgvöta að ég gæti notað ÖLL barnanöfnin sem mér hafði nokkrum sinnum dottið í hug; þetta voru nú einu sinni 6 strákar og 4 stelpur og 2 kettlingar.
Eftir dágóðan tíma í nefningar og að dást að fallegum börnunum mínum sofandi þá fattaði ég að ég ætti eftir að gefa þeim að borða... nú voru góð ráð dýr!
Ég leit niður á risastórar júgurnar sem höfðu birst á bringunni minni og mjólkina sem draup úr þeim og bolinn sem var orðinn blautur í gegn...
ég byrjaði á því að taka 2 börn og skellti þeim á sitthvort brjóstið...en svo fattaði ég; hvað ef ég er ekkimeð nóg mjólk handa öllum? hvað ef brjóstin framleiða mismikið?
Þarna vaknaði ég.
í panikki greip ég um litlu sætu non-dairy brjóstin mín og kleip um flappsið á maganum, ég leit í kringum mig...no babies in site! sem betur fer var þetta bara allt saman draumur....
ég held að draumurinn hafi komið vegna þess í vikunni komst ég að því að maður þarf að fæða legkökuna alveg sér og margar stelpur á mínum aldri eru farnar að pæla og plana barneignir...
hvað ætli gerist ef ég leigi hryllingsmynd? ég fæ bara hjartastopp í svefni!
9 dagar í köbenreisu....ég lofaði hr.dana að ég skyldi tala dönsku fyrir framan hann, eitthvað sem ég forðaðist eins og heitan eldinn seinast þegar ég var hjá honum... já það er rétt gott fólk, ég lét hann panta ALLTA fyrir mig ALLTAF....
það er bara eitthvað við að láta dani segja alltaf "ha, hva siger du?'" það er gersemlega óþolandi! en ég þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af því að lenda í svona atvikum þar sem allir í danmörku eru bara heima hjá sér sökum ófriðartímans sem þar ríkir.
pabbi er í þöglum mótmælaaðgerðum og bannar mér að fara, þegjandi þó.
en þetta er allt í lagi!
ég hef engan sérstakan áhuga á a)múslimum, b)kóraninum c) teiknimyndasögum þannig ég held ég verði nokkuð seif.... fyrir utan.... arabarnir mega bara vesenast í svona skrifum í sínu landi þar sem þetta er opinber trú eða hvernig sem það er...það böggast engin yfir bush með sprengjutúrban eða í sleik við osama, maríu mey og jesú í stellingum í hustler, afhverju er þetta eitthvað öðruvísi.. er fólk ekki bara að nota það sem er hendi næst sem skeinipappír..?? hefði það ekki verið þetta cartoon þá hefði það bara verið eitthvað annað.....
(ekki það að ég líki bush við múhamed spámann sem á víst að standa okkar guði jafnfætis, alls ekki..bara hafa það á hreinu)
fyrir utan; practice what u preach, stendur ekki í kóraninum að konan standi manninum jafnfætis en það stendur hins vegar ekki að hún sé tík (voff voff) og þar með eign eiginmanns sína og ef hún svo mikið sem blikkar í aðra átt þá er sýru hent framan í hana?
bara svona pæling.
mér finnst alltof mikið af svona trúabrögðum byggt á pick and choose... eru trúarbrögð ekki allt eða ekkert ef þú ætlar að fara verða brjálaður yfir einstaka hlutum?
á Hótel Borg settum við einu sinni beikon í pasta hjá araba uppvaskaranum...
hann fór að gráta þegar við sögðum honum það...
en hvað veit ég sem hef ekki myndað mér skoðun á hvar ég er í trúarbrögðum..eða svínakjöti..
kosningar í skólanum og allir græða! ég hef ekki þurft að koma með nesti í skólann einu sinni í þessari viku því að vaka og röskva hafa verið svo duglegar að bjóða upp á nachos og salsa, mjólk og súkkulaðikökur, nammi og gos...I love it!
því miður lýkur góðærinu í vikunni en þá taka við kræsingar á animu árshátíð...jey, mikil gleði!
ég er komin með æði fyrir kapal í tölvunni.
ég er hooked.
eins gott að ég sé ekki með tetris....i wouldnt get out of bed...
Ég spyr:
*********myndir þú koma og sjá myndina mína?*******
sigga-san
-sem hyggur á ferðalög en ekki barneignir-
sunnudagur, febrúar 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
að vera ólétt í draumi á að þýða víst miklar breytingar, svo VÓ hvað það hlýtur mikið að vera að fara að gerast hjá þér!!!!! ;)
Ég myndi sko kauða myndinna þína, og gefa öllum sem ég þekki hana í jólagjöf ;)
þegar ég segi kauða þá meina ég nátturulega KAUPA
of course I'd see your movie man...bið að heilsa Quentin kallinum og sé þig bara í næstu viku esskan! :) ciao ciao
er komin a nordica hringdu i mig er med gemsann hennar mommu
auntie
Skrifa ummæli